Aðventu- og útgáfutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
Digraneskirkju, laugardaginn 4. desember 2010, kl. 16.
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar verða í ár helgaðir útgáfu geisladisksins Jólasöngur sem jafnframt er fyrsti geisladiskur kórsins. Diskurinn inniheldur sextán falleg og hátíðleg jólalög, íslensk og erlend, frá tíu ára starfi kórsins. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Sólveig Anna Jónsdóttir á píanó, Elísabet Waage á hörpu og Peter Tompkins á óbó en stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Miðaverð í forsölu er 1.500 kr. og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Forsala er hjá kórkonum og á kvennakor@kvennakor.is. Almennt verð er 2.000 kr. og 1.500 kr. fyrir lífeyrisþega.
Á aðventunni mun kórinn vera áberandi í bæjarlífinu við að kynna diskinn með söng og sölu, m.a. alla laugardaga á Markaðstorgi Garðatorgs. Nánari upplýsingar um kórinn er að finna á heimasíðu hans og á facebook.