Léttsveit Reykjavíkur heldur tónleika laugardaginn 26. september kl. 17.00 í Grindavíkurkirkju.
Tónleikarnir bera heitið Óskalög sjómanna en verða þó tileinkaðir íslenskum sjómannskonum. Kórinn mun flytja lög sem heyrðust oft í óskalagaþættinum Á frívaktinni.
Meðal laga sem flutt verða á tónleikunum eru: Brennið þið vitar, Heyr mína bæn, Ég bíð við bláan sæ, Komu engin skip í dag og Sjómannasyrpa. Kórinn telur 106 konur og er án efa stærsti kór landsins.
Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Tómas R. Einarsson.