Ríðimannanefnd Freyjukórsins í Borgarfirðir hefur undanfarna 11 mánuði verið að undrbúa hópreið Freyjukórsmeðlima. Undanfarin ár hefur kórinn farið einu sinni á sumri í eins dags hestaferð um sveitir Borgarfjarðar. Söngur, hoss og góður matur og drykkur er það sem ferðin gengur útá. Hestaferðin verður farin 18. ágúst og verður farið að þessu sinni um Reykholtsdalinn. Búið er að tryggja aðgang að heitum potti og laug í lok ferðar auk ýmis góðgætis og óvæntum uppákomum. Aðeins Freyjur eiga þátttökurétt að þessari ríðimannaferð.