Það er í nógu að snúast fyrir Kvennakór Suðurnesja á þessu starfsári. Þær munu taka þátt í Ljósanótt á Suðurnesjum, skella sér til Ítalíu til að taka þátt í kórakeppni, halda upp á 40 ára afmælið sitt og svo liggur leið þeirra til Hornafjarðar á landsmótið. Kvennakór Suðurnesja býður söngsystur alls staðar að af landinu velkomnar á Ljósanótt nú um helgina, það verður frábær dagskrá í boði. Við hvetjum gesti til að kíkja á kórkonur, bæði til að hlusta á söng og einnig að gera góð kaup á flóamarkaði og gæða sér í leiðinni á ljúffengum vöfflum og kakói.
Fréttatilkynning frá Kvennakór Suðurnesja
Helgina 30. ágúst til 2. september verður haldin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær. Kórinn mun syngja í Listasafninu í Duushúsum og í portinu við Svarta pakkhúsið á laugardag. Einnig verður kórinn með flóamarkað og seldar verða vöfflur og heitt kakó í tjaldi við Hafnargötuna frá kl. 13-18 á laugardag. Það verður mikið um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja í vetur. Kórkonur eru á leið til Ítalíu í október þar sem þær munu taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni á Riva Del Garda og er þátttakan í Ljósanótt liður í fjáröflun fyrir keppnina. Í febrúar 2008 fagnar kórinn síðan 40 ára afmæli, en kórinn er elsti starfandi kvennakór á landinu. Í tilefni afmælisins er ætlunin að halda veglega tónleika og verður sú dagskrá kynnt nánar þegar nær dregur. Í apríl mun kórinn síðan halda á Landsmót kvennakóra á Höfn í Hornafirði.
Kvennakór Suðurnesja býður söngsystur alls staðar að af landinu velkomnar á Ljósanótt, það verður frábær dagskrá í boði. Við hvetjum gesti til að kíkja á kórkonur, bæði til að hlusta á söng og einnig að gera góð kaup á flóamarkaði og gæða sér í leiðinni á ljúffengum vöfflum og kakói.
Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsetrinu: http://ljosanott.is/
Fréttatilkynning frá Kvennakór Suðurnesja
Helgina 30. ágúst til 2. september verður haldin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær. Kórinn mun syngja í Listasafninu í Duushúsum og í portinu við Svarta pakkhúsið á laugardag. Einnig verður kórinn með flóamarkað og seldar verða vöfflur og heitt kakó í tjaldi við Hafnargötuna frá kl. 13-18 á laugardag. Það verður mikið um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja í vetur. Kórkonur eru á leið til Ítalíu í október þar sem þær munu taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni á Riva Del Garda og er þátttakan í Ljósanótt liður í fjáröflun fyrir keppnina. Í febrúar 2008 fagnar kórinn síðan 40 ára afmæli, en kórinn er elsti starfandi kvennakór á landinu. Í tilefni afmælisins er ætlunin að halda veglega tónleika og verður sú dagskrá kynnt nánar þegar nær dregur. Í apríl mun kórinn síðan halda á Landsmót kvennakóra á Höfn í Hornafirði.
Kvennakór Suðurnesja býður söngsystur alls staðar að af landinu velkomnar á Ljósanótt, það verður frábær dagskrá í boði. Við hvetjum gesti til að kíkja á kórkonur, bæði til að hlusta á söng og einnig að gera góð kaup á flóamarkaði og gæða sér í leiðinni á ljúffengum vöfflum og kakói.
Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsetrinu: http://ljosanott.is/