Tendrum ljós á tré er yfirskrift glæsilegra aðventutónleika sönghússins Domus Vox sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 12. og 13. desember. Á tónleikunum koma fram undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur rúmlega 200 söngkonur á öllum aldri ásamt einsöngvara og hljóðfæraleikurum. Kórarnir sem taka þátt í þessum tónleikum eru: Vox feminae, Vox junior, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystur Reykjavíkur. Einsöngvari tónleikanna er sópransöngkonan Hanna Björk Guðjónsdóttir. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í sönghúsinu Domus Vox, Laugavegi 116, mánudaga til fimmtudaga kl. 14-18. Hægt er að kaupa miða í gegnum síma 511 3737 og 893 8060. Miðaverð er kr. 2500 (kr. 2000 í forsölu).