Þriðjudagskvöldið 11. desember stendur Gróa Hreinsdóttir kórstjóri fyrir jólalagaflakki um heiminn með fjórum kórum undir hennar stjórn. Þar á meðal eru tveir kórar innan Gígjunnar, Kvennakór Kópavogs og Uppsveitasystur en auk þeirra koma fram Borgarkórinn og Söngfuglar kór eldri borgara. Píanóleikari er Helga Laufey Finnbogadóttir.
Flutt verða jólalög frá flestum heimshornum en þar verða dillandi afrísk lög flutt í bland við hátiðlega evrópska sálma og fjöruga jólasöngva frá Ameríku.
Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju og hefjast þeir kl. 20:30. Aðgangseyrir er kr. 2.500 en hægt er að kaupa miða í forsölu hjá kórunum á kr. 2.000. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.