Laugardaginn 23. júní 2007 birtist í Morgunblaðinu gagnrýni um Ave Maria nýjasta hljómdisk Kvennakórsins Vox feminae. Kórnum er stjórnað af Margréti J. Pálmadóttur. Ólöf Helga Einarsdóttir ritaði gagnrýnina og fer fögrum orðum um Vox feminae og þennan nýjasta disk hans. Lesið dóminn í heild sinni hér.Ljúfir tónar og vandaðir
Kvennakórinn Vox feminae syngur lög og ljóð tileinkuð Maríu Guðsmóður auk annarra trúarlegra verka. Höfundar: Bach, Gluck, Mozart, Schubert, Mendelsson-Bartholdy, Franck, Rheinberger, Sigvaldi Kaldalóns, Deutchmann, Þorkell Sigurbjörnsson og Lightfoot. Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdóttir. Orgel: Antonía Hevesi. Óbó: Eydís Franzdóttir. Hljóðupptaka og hljóðblöndun: Ólafur Elíasson. Domus vox gefur út 2006. NÝJASTI geisladiskur kvennakórsins Vox feminae, sem leit dagsins ljós fyrir síðustu jól, er tileinkaður Maríu Guðsmóður og ber hið einfalda og fallega nafn Ave Maria. Flutningur kórsins og hljóðfæraleikaranna er allur hinn vandaðasti og efnisvalið gott, bæði með tilliti til fjölbreytileika og þægilegrar áheyrnar. Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona syngur einsöng í fjórum verkum af fimmtán og gerir það vel. Hún hefur mjög fallega rödd og beitir henni oftast af miklu listfengi, þó hættir tóninum einstaka sinnum til að verða full þungur, þ.e. vibratóið stórt og í hægari kantinum, sem gefur laglínunum dramatískari blæ en trúarlegri tónlist hæfir, að mínu mati. Vox feminae er frábær kór. Samhljómurinn er góður og tónninn tær og hrífandi og gleður eyrað. Geisladiskurinn rennur í heild sinni ljúflega í gegn og kallar á aðra umferð þegar síðasta lagið er á enda. Hann hefur mild sefandi áhrif og fyllir andrúmsloftið hátíðlegri ró. Við Íslendingar eigum láni að fagna að hér skuli vera starfræktir svo öflugir kórar eins og Vox feminae og er það ósk mín að þessar ágætu konur haldi áfram að gefa út afraksturinn af sínu vel heppnaða samstarfi. Ólöf Helga Einarsdóttir Morgunblaðið laugardaginn 23. júní, 2007, Menningarlíf, Tónlist, Geisladiskur
Kvennakórinn Vox feminae syngur lög og ljóð tileinkuð Maríu Guðsmóður auk annarra trúarlegra verka. Höfundar: Bach, Gluck, Mozart, Schubert, Mendelsson-Bartholdy, Franck, Rheinberger, Sigvaldi Kaldalóns, Deutchmann, Þorkell Sigurbjörnsson og Lightfoot. Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdóttir. Orgel: Antonía Hevesi. Óbó: Eydís Franzdóttir. Hljóðupptaka og hljóðblöndun: Ólafur Elíasson. Domus vox gefur út 2006. NÝJASTI geisladiskur kvennakórsins Vox feminae, sem leit dagsins ljós fyrir síðustu jól, er tileinkaður Maríu Guðsmóður og ber hið einfalda og fallega nafn Ave Maria. Flutningur kórsins og hljóðfæraleikaranna er allur hinn vandaðasti og efnisvalið gott, bæði með tilliti til fjölbreytileika og þægilegrar áheyrnar. Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona syngur einsöng í fjórum verkum af fimmtán og gerir það vel. Hún hefur mjög fallega rödd og beitir henni oftast af miklu listfengi, þó hættir tóninum einstaka sinnum til að verða full þungur, þ.e. vibratóið stórt og í hægari kantinum, sem gefur laglínunum dramatískari blæ en trúarlegri tónlist hæfir, að mínu mati. Vox feminae er frábær kór. Samhljómurinn er góður og tónninn tær og hrífandi og gleður eyrað. Geisladiskurinn rennur í heild sinni ljúflega í gegn og kallar á aðra umferð þegar síðasta lagið er á enda. Hann hefur mild sefandi áhrif og fyllir andrúmsloftið hátíðlegri ró. Við Íslendingar eigum láni að fagna að hér skuli vera starfræktir svo öflugir kórar eins og Vox feminae og er það ósk mín að þessar ágætu konur haldi áfram að gefa út afraksturinn af sínu vel heppnaða samstarfi. Ólöf Helga Einarsdóttir Morgunblaðið laugardaginn 23. júní, 2007, Menningarlíf, Tónlist, Geisladiskur