Dagatal Kvennakórs Hornafjarðar hefur selst eins og heitar lummur en þetta er þriðja árið í röð sem kórinn gefur út dagatal með myndum af kórkonum. Dagatölin eru sem sagt orðin þrjú og hafa aldrei verið eins. Í ár var indverskt þema og fór kórinn hamförum í búningum, hári og förðun. Alla búninga fékk kórinn að láni hjá sömu konunni sem er búsett á Höfn. Alltaf er mikið lagt í dagatalið og koma þar einungis fagmenn við sögu. Dagatalið kosta kr. 2000.- og er til sölu hjá kórkonum. Það er minnsta mál að senda dagatalið hvert á land sem er, sendið okkur bara línu, sjón er sögu ríkari!