Árlegir aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
verða haldnir í Digraneskirkju miðvikudagskvöldið
9. desember kl. 20.
Að vanda verður efnisskráin fjölbreytt með íslenskum og erlendum jólalögum en mörg laganna eru flestum kunn.
Sérstakur gestur tónleikanna verður Peter Tompkins, óbóleikari. Píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir og kórstjóri Ingibjörg Guðjónsdóttir stofnandi Kvennakórs Garðabæjar.
Kaffi og jólasmákökur
Eftir tónleikana er tónleikagestum boðið í hliðarsal að þiggja kaffi og heimabakaðar jólasmákökur í boði kórkvenna. Það er von okkar að þið eigið notalega kvöldstund með okkur í aðdraganda jólanna.
Miðasala er hafin
Forsöluverð tónleikamiða er 2500 kr. og hægt er að kaupa miða hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfang kórsins: kvennakorgb@gmail.com
Miðar verða einnig seldir við innganginn á 3000 kr.
Með bestu jólakveðju,
Kvennakór Garðabæjar
Kvennakór Garðabæjar er á Facebook: