Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða haldnir þriðjudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Hásölum. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt að þessu sinni og má þar m.a. nefna nýtt verk, Stökur, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónverkasjóður Gígjunnar fékk Hildigunni til að semja verkið fyrir kvennakóra landsins.
Nú ætlum við að syngja um vorið og birtuna, lagavalið kemur úr hinum ýmsu áttum. Íslenskar og erlendar vorvísur, madrigala, kirkjulegverk og söngleikjalög svo eitthvað sé nefnt. Það munu því allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir.
Miðaverð er 1.500 krónur og eru miðar seldir við innganginn og hjá kórkonum.