Kvennakór Breiðholts-Valkyrjurnar ætla að standa fyrir söngskemmtun laugardaginn 14. apríl í Árskógum kl. 16:00 ásamt fleiri góðum gestum, þar sem setið verður til borðs og boðið upp á kaffi og vöfflur á meðan kórinn flytur ýmis skemmtileg lög, m.a. eighties lög og sitthvað fleira.
Með kórnum koma fram Breiðhyltingurinn Elvar Þór Steinarsson sem gaf út disk nú fyrir skömmu og söngkonurnar Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Oddný Óskarsdóttir sópran, Rós Ingadóttir sópran, Lára Aðalsteinsdóttir sópran, Dagbjört Andrésdóttir sópran og Sesselja Friðriksdóttir.
Sérstakur heiðursgestur er Halli Reynis trúbador.
Stjórnandi kórsins er Kristín R. Sigurðardóttir og undirleikari er Elín Halldórsdóttir.
Miðaverð er kr. 1500 og verða seldir miðar við innganginn.