Kyrjukórinn í Þorlákshöfn fór í vel heppnaða kórferð til Ohrid í Makedóníu í sumar en þar er árlega haldið kóramót. Í ár var mótið haldið í fimmta sinn dagana 23. - 27. ágúst en hægt var að skrá kóra til þátttöku í fimm tegundir tónlistar sem voru: útitónleikar í Ohrid sem allir taka þátt í, kórakeppni, kirkjuleg tónlist, þjóðlagatónlist og popptónlist. Kyrjukórinn tók þátt í þjóðlagahlutanum en 48 kórar frá 15 löndum tóku þátt í mótinu allt frá atvinnukórum til áhugamannakóra en karlakvartett var minnsta einingin sem tók þátt.
Undirbúningur og utanumhald mótsins var til fyrirmyndar og mæla kórkonur óhikað með mótinu. Boðið var upp á ýmsar skoðunarferðir um nágrennið sem kórinn nýtti sér óspart því það er ekki á hverjum degi sem ferðast er til Makedóníu. Í öllum ferðum fylgdi kórnum sami leiðsögumaður en hún var bæði fróð og skemmtileg. Kórinn gisti á hótelinu Inex Gorica rétt utan við bæinn en það er staðsett á höfða við Ohrid vatn með útsýni yfir vatnið af svölum veitingastaða hótelsins og þeirra herbergja sem þangað snúa. Mótið sjálft var haldið á hótelinu sem var mjög þægilegt fyrir kórkonur en flestir kóranna gistu annars staðar. Kórinn eyddi síðustu tveimur dögunum í höfuðborg Makedóníu, Skopje, þar sem margt er hægt að skoða auk þess að versla og njóta frísins.
Myndir úr ferðinni er hægt að skoða á vef Kyrjukórsins.
Frekari upplýsingar um mótið má sjá hér.
Upplýsingar um hótelið sem kórinn gisti á má sjá hér.