Kvennakór Kópvogs, í samstarfi við Digraneskirkju, stendur fyrir tónleikum til stuðnings Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.
Kvennakórinn hefur fengið til liðs við sig fjölda frábærra listamanna bæði kóra og einsöngvara en fram koma auk Kvennakórs Kópavogs, Kór Kársnesskóla, Barnakór Álfhólsskóla, félagar úr Skólahljómsveit Kópavogs, Margrét Eir, Regína Ósk, Guðrún Gunnarsdóttir og Kristján Jóhannsson.
Ræðumaður kvöldsins verður Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju.
Allir sem koma fram og þeir sem vinna við skipulagningu og framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína og miðaverð rennur því óskipt til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.
Við hvetjum unga sem aldna til að fjölmenna á tónleikana, njóta góðrar skemmtunar og styrkja gott málefni í leiðinni.
Tónleikarnir verða haldnir í Digraneskirkju þann 7. nóvember kl. 16:00 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 18:00.
Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið hondkk@gmail.com. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 2.000 kr.