Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður haustið 1993 og fagnaði allt síðastliðið ár 15 ára afmæli sínu með ýmsum hætti.
Lokaverkefni afmælisársins er væntanleg bók, da capo sem þýðir frá upphafi. Bókin, sem kemur út á alþjóðlegum degi bókarinnar þann 23. apríl næstkomandi, inniheldur ávörp, erindi og ágrip af sögu kórsins.
Ljósmyndir Sigríðar Soffíu Gunnarsdóttur eru þó meginefni bókarinnar og er hverri og einni söngkonu kórsins tileinkuð opna í bókinni, þar sem staldrað er við portrait mynd af söngkonunni og minningarbrot, einskonar andartak í ljósi.
Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi, á þessa fallegu hugmynd sem gefin verður út hjá Bjarti bókaforlagi.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar stendur Vox feminae fyrir menningarhátíð í Norræna húsinu dagana 25. janúar til 1. febrúar.
Þar verða portrait myndirnar til sýnis auk þess sem fjöldi lista- og fræðimanna mun glæða hátíðina lífi hvern dag.
Dagskrá hátíðarinnar:
Sunnudagur 25. janúar kl. 16
Setning hátíðar og opnun ljósmyndasýningar
Ljósmyndari: Sigríður Soffía Gunnarsdóttir
Fram koma: Vox feminae, Inga Backman, Hjörleifur Valsson og Arnhildur Valgarðsdóttir.
Mánudagur 26. janúar kl. 17:17
Von og vor
Fram koma: Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ástríður Haraldsdóttir.
Þriðjudagur 27. janúar kl. 17:17
Con Fuoco eldfim dagskrá
Fram koma: Vox feminae, Gospelsystur Reykjavíkur, Agnar Már Ólafsson, Stefán S. Stefánsson og Gunnar Hrafnsson.
Miðvikudagur 28. janúar kl. 20
Norræn dagskrá Sigling frá austri til vesturs
Fram koma: Vox feminae og Arnhildur Valgarðsdóttir.
Jónas Ingimundarson píanóleikari leiðir áheyrendur inn í töfra tónlistarheimsins.
Fimmtudagur 29. janúar kl. 20
Sö(n)gur Frá hjartans rótum
Fram koma: Söngkonur úr hópi kórkvenna fyrr og nú flytja texta og söngperlur. Undirleikari Antonía Hevesi.
Föstudagur 30. janúar kl. 20
Sö(n)gur Frá hjartans rótum
Fram koma: Söngkonur úr hópi kórkvenna fyrr og nú flytja texta og söngperlur. Undirleikari Antonía Hevesi.
Laugardagur 31. janúar kl. 16
Vínarljóð, óperettur og aríur
Fram koma: Vox feminae, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
Sunnudagur 1. febrúar kl. 16
Ave María trúarleg tónlist
Fram koma: Vox feminae, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir.
Auður Ólafsdóttir listfræðingur flytur erindið Móðirin mild og hrein.
Aðgangur á menningarhátíð Vox feminae er ókeypis alla dagana.