Á næsta aðalfundi Gígjunnar 18. október flytur Helgi Gunnarsson fjármálastjóri UMFÍ erindið "Hlutverk stjórna í kórum í þeim tilgangi að efla starf þeirra".
Í erindi sínu mun hann m.a. koma inn á málefnin; umhverfi og umgjörð stjórna, dreifing valds og ábyrgðar, góða stjórnunarhætti, hlutverk nefnda og samstarf þeirra við stjórn svo nokkur atriði séu nefnd. Þetta fræðsluerindi er undir liðnum önnur mál og boðið verður upp á umræður á eftir.
Margar konur eru e.t.v ekki meðvitaðar um hlutverk stjórna í sínum kór og sumar taka að sér stjórnarsetu með litla reynslu á því sviði. Þetta erindi mun vonandi gefa innsýn inn í starf stjórna og þeirra mikilvæga hlutverk í hverjum kór.
Aðildarkórar Gígjunnar geta sent eins marga fulltrúa til fundarins og þeir vilja.