Kvennakór Akureyrar undirbýr nú vortónleika sína sem haldnir verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. mars. Andrea Gylfadóttir mun syngja með kórnum. Stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson en undirleikarar eru Eyþór Ingi Jónsson og Snorri Guðvarðsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og er miðaverð kr. 1.500 fyrir fullorðna en frítt fyrir börn.
Fréttatilkynning frá Kvennakór Akureyrar
Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. mars n.k. Þetta eru fimmtu vortónleikar kórsins, þar sem hann hóf starfsemi sína á vordögum árið 2001.
Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig söngkonuna góðkunnu, Andreu Gylfadóttur, sem nú fer með eitt af aðalhlutverkunum í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngskrá kórsins er að venju fjölbreytt, þar eru velþekkt íslensk lög í bland við erlendar perlur.
Stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson en undirleikarar eru Eyþór Ingi Jónsson og Snorri Guðvarðsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og er miðaverð kr. 1.500 fyrir fullorðna en
frítt fyrir börn. Því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.
Með bestu kveðju,
Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Kvennakór Akureyrar