Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannhöfn heldur tvenna tónleika núna í vor.
Þann 29. apríl heldur kórinn sameiginlega tónleika með Stúlknakór Fríhavnskirkjunnar í Frihavnskirken, Willemosesgade 68, 2100 København Ø. Stúlknakórinn er að leggja í tónleikaferð til Íslands. Á tónleikunum verður boðið upp á tvö klassísk verk og þjóðlög.
6. júní verður Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn með vortónleika í bústað sendiherra Íslands, Fuglebakkevej 70, ambassadør bolig, 2000 Frederiksberg.
Þema tónleikanna verður sjómenn. Þar syngur kórinn sjómannaslagara meðal annars Einsi kaldi, Íslands hrafnistumenn, Hafið blá hafið og Hvítir mávar.