Að loknum vel heppnuðum vortónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, 3. maí, er stefnan tekin á Kórastefnu við Mývatn 4. - 7. júní. Á kórastefnunni verða um 400 manns að meðtöldum Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammerkór Tónlistarháskólans í Bremen.
Dagskráin er þéttsetin með námskeiðum og stífum æfingum sem enda með hátíðartónleikum í Reykjahlíð þann 7. júní. Kórarnir taka líka þátt í tónleikum 4. júní í Skjólbrekku og 5. júní í hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal. Kvennakór Reykjavíkur undirbýr þessa ferð af kappi og getur ekki beiði eftir því að skella sér í jarðböðin í Mývatnssveit.