Kvennakór Garðabæjar fer í sína aðra söngferð á erlenda grundu nú í lok október. Ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar en megintilgangur ferðarinnar er að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn á 10 ára starfsafmæli hans. Stjórn Kvennakórs Garðabæjar og ferðanefnd hafa unnið ötullega að skipulagningu ferðarinnar síðastliðna mánuði. Þátttaka kórkvenna og maka er hreint glæsileg og eru ferðalangar 56 talsins auk kórstjóra og píanóleikara. Eftirvænting er orðin mikil enda frábærlega vel heppnuð ferð hópsins til Prag og Vínarborgar árið 2005 enn í fersku minni.Dagskrá ferðarinnar:
Eftir að lent er á Kastrup flugvelli er ferðinni heitið á Norðurbryggju í Íslenska sendiráðið þar sem kórinn syngur nokkur lög í formlegri móttöku sendiráðsins. Þá verður haldið til miðborgar Kaupmannahafnar á hið glæsilega Hótel Phoenix við Amalienborgarhöllina. Áður en masterclass námskeið hefst með Peter Bom bjóða kórkonur Kaupmannahafnarkórsins stallsystrum sínum í léttan málsverð í Jónshúsi. Kórkonur fá að njóta fyrrihluta föstudagsins í að versla á Strikinu en kl. 16.00 er mæting í Jónshúsi þar sem æft verður fyrir tónleikana. Kvöldinu eyðir íslenski hópurinn í margrétta kvöldverði á hinu þekkta veitingahúsi Restaurationen sem rekinn er af Jacobsen hjónunum sem störfuðu áður fyrir dönsku konungsfjölskylduna. Restaurationen er sagður hreinn ævintýraheimur matgæðinga og á enginn að vera svikinn af mat listakokkanna Bo og Lisbeth Jacobsen. Skipulögð dagskrá hefst hjá kórkonum að morgni næsta dags með upphitun og æfingu fyrir tónleikana. Á meðan munu makar fara í skoðunarferð um borgina undir stjórn Þorvaldar Flemming Jensen og ekki ólíklegt að þeir komi við á hinni frægu Hvids vinstue rétt til að væta kverkarnar. Kórtónleikarnir hefjast svo kl. 14.00 í hátíðarsal Köbenhavns Bymuseet á Vesterbrogade en gestur Kvennakórs Garðabæjar er Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kóranir syngja nokkur lög sameiginlega en hæst ber lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldins í ár. Sameiginlegur kvöldverður kóranna verður að loknum tónleikunum og skemmtunin mun væntanlega vara langt fram eftir kvöldi. Á lokadegi ferðarinnar, sunnudeginum 28. október, er um ýmislegt að velja fyrir hópinn. Þeir sem vilja taka daginn snemma geta skellt sér í skoðunarferð um hið nýja og glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar eða rölt um borgina undir stjórn Sigrúnar Gísladóttur, fyrrum skólastjóra Flataskóla Garðabæjar, en hún er búsett þar ytra. Þeir sem vilja enda ferðina með menningarlegu ívafi ætla að bregða sér í óperuna og sjá Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach, en Kvennakór Garðabæjar hefur einmitt sungið hinn fræga Bátsöng úr þeirri óperu. Vonandi dregst sýningin þó ekki á langin því hópurinn á bókað flug heim til Íslands skömmu eftir að sýningunni á að ljúka. Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn var stofnaður á haustmánuðum 1997 af Ingibjörgu Guðjónsdóttur, söngkonu og kórstjóra. Hún stjórnaði kórnum fyrstu tvö árin en undir hennar stjórn fór kórinn í sína fyrstu söngerð til Íslands og hélt glæsilega tónleika í Seltjarnarneskirkju fyrir fullu húsi. Eins og áður sagði hlökkum við í Kvennakór Garðabæjar mikið til og við hvetjum lesendur til að láta vini og ættingja í Kaupmannahöfn vita af tónleikunum á laugardeginum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, http://www.kvennakor.is/ og þar er einnig krækja á heimasíðu Íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn, http://www.kvennakorinn.dk/.
Eftir að lent er á Kastrup flugvelli er ferðinni heitið á Norðurbryggju í Íslenska sendiráðið þar sem kórinn syngur nokkur lög í formlegri móttöku sendiráðsins. Þá verður haldið til miðborgar Kaupmannahafnar á hið glæsilega Hótel Phoenix við Amalienborgarhöllina. Áður en masterclass námskeið hefst með Peter Bom bjóða kórkonur Kaupmannahafnarkórsins stallsystrum sínum í léttan málsverð í Jónshúsi. Kórkonur fá að njóta fyrrihluta föstudagsins í að versla á Strikinu en kl. 16.00 er mæting í Jónshúsi þar sem æft verður fyrir tónleikana. Kvöldinu eyðir íslenski hópurinn í margrétta kvöldverði á hinu þekkta veitingahúsi Restaurationen sem rekinn er af Jacobsen hjónunum sem störfuðu áður fyrir dönsku konungsfjölskylduna. Restaurationen er sagður hreinn ævintýraheimur matgæðinga og á enginn að vera svikinn af mat listakokkanna Bo og Lisbeth Jacobsen. Skipulögð dagskrá hefst hjá kórkonum að morgni næsta dags með upphitun og æfingu fyrir tónleikana. Á meðan munu makar fara í skoðunarferð um borgina undir stjórn Þorvaldar Flemming Jensen og ekki ólíklegt að þeir komi við á hinni frægu Hvids vinstue rétt til að væta kverkarnar. Kórtónleikarnir hefjast svo kl. 14.00 í hátíðarsal Köbenhavns Bymuseet á Vesterbrogade en gestur Kvennakórs Garðabæjar er Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kóranir syngja nokkur lög sameiginlega en hæst ber lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldins í ár. Sameiginlegur kvöldverður kóranna verður að loknum tónleikunum og skemmtunin mun væntanlega vara langt fram eftir kvöldi. Á lokadegi ferðarinnar, sunnudeginum 28. október, er um ýmislegt að velja fyrir hópinn. Þeir sem vilja taka daginn snemma geta skellt sér í skoðunarferð um hið nýja og glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar eða rölt um borgina undir stjórn Sigrúnar Gísladóttur, fyrrum skólastjóra Flataskóla Garðabæjar, en hún er búsett þar ytra. Þeir sem vilja enda ferðina með menningarlegu ívafi ætla að bregða sér í óperuna og sjá Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach, en Kvennakór Garðabæjar hefur einmitt sungið hinn fræga Bátsöng úr þeirri óperu. Vonandi dregst sýningin þó ekki á langin því hópurinn á bókað flug heim til Íslands skömmu eftir að sýningunni á að ljúka. Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn var stofnaður á haustmánuðum 1997 af Ingibjörgu Guðjónsdóttur, söngkonu og kórstjóra. Hún stjórnaði kórnum fyrstu tvö árin en undir hennar stjórn fór kórinn í sína fyrstu söngerð til Íslands og hélt glæsilega tónleika í Seltjarnarneskirkju fyrir fullu húsi. Eins og áður sagði hlökkum við í Kvennakór Garðabæjar mikið til og við hvetjum lesendur til að láta vini og ættingja í Kaupmannahöfn vita af tónleikunum á laugardeginum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, http://www.kvennakor.is/ og þar er einnig krækja á heimasíðu Íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn, http://www.kvennakorinn.dk/.