Nú eru að fara af stað byrjendasöngnámskeið sem er ætlað öllum þeim sem vilja ná betri tökum á raddbeitingu sinni, öðlast öryggi og úthald. Farið verður í allt sem viðkemur söng; öndun, líkamsstaða; raddtækni; raddæfingar sem nemendur geta unnið með sjálfir og almenn sönglög sungin. Kennd verða grunnatriði í tónheyrn, takti og nótnalestri sem hjálpar þátttakendum að læra lög hraðar. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem nota röddina mikið td.
kórafólk, kennara, fólk sem á við raddþreytu að stríða og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér röddina betur. Námskeiðin standa yfir í mánuð í senn og er kennt á mánudögum og miðvikudögum. Næstu námskeið hefjast 14. maí og 11. júní. Kennari er Ingveldur Ýr söngkona og raddþjálfari. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.songstudio.ehf.is og í
síma 898 0108.