Tíundu aðventutónleikar Domus Vox
Hátíð er ný er yfirskrift glæsilegra aðventutónleika kóra Margrétar J.
Pálmadóttur í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 20 og
föstudaginn 11. desember kl. 20.
Á tónleikunum koma fram 180 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór
Reykjavíkur og kvennakórunum Cantabile og Vox feminae og flytja margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum.
Stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir og einsöngvari með kórunum er Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Eydís Franzdóttir leikur á óbó, Sigurður Halldórsson á selló og Antonia Hevesi á orgel.
Miðaverð er kr. 3.500 í forsölu og kr 4.500 við innganginn. Forsala
aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í Domus Vox, Laugavegi 116, mánudaga til
fimmtudaga kl. 14-18 sími 511 3737 og alla daga í síma 893 8060.