Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika í Langholtskirkju laugardaginn 6. desember kl. 14 og 17 undir styrkri stjórn Gísla Magna.
Dagskrá tónleikanna verður hátíðleg, hugljúf og skemmtileg.
Gestasöngvari verður Anna Sigríður Helgadóttir.
Hljómsveitina skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur.
Miðaverð er kr. 3.500 og fer miðasala fram hjá kórkonum og í síma 897-1885.
Léttsveit Reykjavíkur er stærsti kvennakór landsins með 120 konur og heldur nú upp á 20. starfsárið í vetur.