Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar, 14. maí kl. 16 í Hásölum.
Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða haldnir laugardaginn 14. maí kl. 16 í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju).
Um 40 konur hafa æft saman í vetur af miklum dugnaði. Kvennakórinn er nýkominn af Landsmóti kvennakóra sem haldið var á Selfossi. Þar söng kórinn ásamt 600 öðrum konum.
Á þessum vortónleikum flytur kórinn afrakstur vetrarstarfsins.
Í fyrri hluta hljóma mest íslensk lög m.a. Jónasarlög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hallgrímssonar. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög eftir Sigfús Halldórsson.
Eftir hlé breytist takturinn og kórinn flytur erlend lög, mörg þeirra frá Afríku.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir. Píanóleikari er Antonia Hevesi.
Einsöngvari með kórnum að þessu sinni verður Dagný Björk Gísladóttir en hún stundar nám við söngdeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Miða er hægt að nálgast hjá kórfélögum og við innganginn. Hægt er að senda póst á netfang kórsins og láta taka frá miða.