Framhaldsaðalfundur Gígjunnar var haldinn síðasta laugardag, 20. október, í Söngskólanum Domus Vox. Fundinn sóttu um 40 félagsmenn úr tólf af aðildarkórum Gígjunnar. Einnig voru á fundinum fulltrúar frá gestakórum, en kórum utan sambandsins var sérstaklega boðið að sitja fundinn. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf svo sem eins og skýrsla formanns, rekstrar- og efnahagsreikningur var lagður fram, gerðar voru breytingar á lögum Gígjunnar og tillaga stjórnar um styrki vegna ferða á stjórnarfundi var samþykkt. Fulltrúi frá Kvennakór Hafnafjarðar sagði frá síðasta landsmóti, fulltrúar frá Kvennakór Hornafjarðar ræddu um skipulag næsta landsmóts og stjórnarmaður Gígjunnar gaf upplýsingar um norrænt kvennakóramót sem haldið verður í Noregi á næsta ári. Stjórn Gígjunnar þakkar öllum fundarmönnum fyrir samveruna og góðan fund. Næsti aðalfundur Gígjunnar verður haldinn haustið 2008.