Ástin, vorið og þú.
Kvennakór Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Hásölum við Strandgötu fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00.
Yfirskrift tónleikanna er Ástin, vorið og þú sem er tilvísun í fallegan texta Tómasar Guðmundssonar, Ég leitaði blárra blóma. Rómantík og ást mun svífa yfir vötnunum og kórinn ætlar að flytja ykkur fallega tónlist frá ýmsum heimsálfum. Má þar nefna hugljúf sönglög alla leið frá Japan og Kóreu, taktfasta tóna frá Jamaíka og Botswana og lög eftir ungverska tónskáldið, Zoltán Kodály. Að auki verða á dagskrá tónleikanna hefðbundin íslensk og erlend söng- og dægurlög.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir, Antonía Hevesi leikur á píanó en aðrir hljóðfæraleikarar sem koma fram á tónleikunum eru Kristrún Helga Björnsdóttir sem leikur á flautu, Jón Björgvinsson á slagverk og Snorri Örn Arnarson á bassa.
Miðar verða seldir í forsölu á 2.500 kr. og fer miðasala fram hjá kórkonum. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com eða skilaboð á Facebook síðu kórsins
Miðaverð við innganginn er 3.000 kr., frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
Við bjóðum ykkur að fagna vorkomunni á tónleikum með Kvennakór Hafnarfjarðar og þiggja kaffi og konfekt í tónleikahléi.