Laugardaginn 12. maí kl. 15:00 verður sannkölluð kórahátíð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá munu fjórir kórar; Borgarkórinn, Kirkjukór Hveragerðis, Kvennakór Kópavogs og Uppsveitasystur fagna lokum skemmtilegs söngvetrar. Kórarnir eru allir undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, en auk þess að halda sameiginlega tónleika þennan dag, ætla kórarnir að lyfta sér upp og fara í óvissuferð saman.
Stjórnandi kóranna er eins og áður segir Gróa Hreinsdóttir og undirleikari Hjörtur Ingvi Jóhannsson
Aðgangseyrir kr. 1.500
Eldri borgarar kr. 1.000
Frítt fyrir börn yngri en 16 ára.