25. janúar 1993 var haldin fyrsta æfing Kvennakórs Reykjavíkur og verður því haldið upp á 15 ára afmæli hans næstkomandi föstudag. Afmælishátíð verður það kvöld að Flatahrauni 21 (Þrastasalnum) Hafnarfirði. Veislan hefst kl. 19.30 með fordrykk og borðhald hefst skömmu síðar. Verð á mann er kr. 3.500 sem greiðist við innganginn. Þetta er áætlað kostnaðarverð við mat og drykk. Á matseðlinum verður þorramatur ásamt öðru og verða drykkir seldir á vægu verði á barnum. Skemmtiatriði verða í boði, bæði hjá kórkonum og e.t.v. hjá gestum? Allir eru velkomnir, núverandi og fyrrverandi kórkonur, makar og aðrir velunnarar Kvennakórs Reykjavíkur. Veislugestir eru beðnir um að skrá sig hjá Margréti Hreinsdóttur á netfangið kollioggreta(hjá)simnet.is.