Nýjasti aðildarkór Gígjunnar, Kvennakór Breiðholts-Valkyrjur héldu sína fyrstu tónleika í Árskógum þann 14. apríl sl. og gengu þeir vel.
Tónleikarnir voru undir yfirskriftinni "Söngskemmtun" en kórkonur buðu gestum og gangandi upp á kaffi og vöfflur með rjóma.
Þær fluttu þar um tíu eighties lög og fengu til liðs við sig einsöngvarana Halla Reynis trúbador sem kom og flutti 3 lög ásamt Elínrós, og eins kom söngvarinn Elvar Þór og söng með Valkyrjum nokkur lög. Síðan sungu einsöngvarar úr röðum kórsins dúetta og einsöngslög. Fjöldi kórkvenna var 18 konur.
Kórinn hlaut góðar móttökur gesta og var mæting góð. Fólk talaði um að efnisskráin hafi verið fjölbreytt og skemmtileg og mikil sönggleði hjá þessum nýstofnaða kór. Valkyrjur voru ánægðar með þessa tónleika sína, en eru nú komnar í sumarfrí.