Laugardaginn 29. apríl á milli kl. 13:00 og 16:00 verður fræðslu- og aðalfundur Gígjunnar haldinn í Sönghúsinu Domus Vox, Skúlagötu 30, 101 Reykjavík. Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda sínar stjórnir á fundinn. Við viljum vekja sérstaklega athygli á fræðslufundinum og væri mjög æskilegt að kórar sendu einnig sína upplýsingafulltrúa á fundinn. Hver kór getur sent eins marga fulltrúa og honum listir. Stefnumótun Gígjunnar er í höndum aðildafélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndastarfa því er mjög mikilvægt að allir kórar sendi fulltrúa.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Fræðslufundur Gígjunnar hefst kl. 13:00
Ásdís Ýr Pétursdóttir (markaðsstjóri hjá Bakkavör) mun halda erindi um það hvernig kórar geta markaðssett sig, hvernig best er að standa að því að sækja um styrki og almennt hvernig íslenskir kvennakórar geta komið sér á framfæri. Ásdís Ýr mun flytja erindi sitt og síðan verða fyrirspurnir og umræður úr sal.
Kaffihlé
Aðalfundur Gígjunnar kl. 14:15 Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar/formanns
2. Endurskoðaðir reikningar
3. Stjórnarkjör
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun árgjalds
6. Önnur mál
Við vonumst til þess að sjá sem flesta á fundinum.
Stjórn Gígjunnar