Sunnudaginn 19. mars kl. 15:00 heldur kvennakórinn VOX FEMINAE ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur tónleika í Kristskirkju við Landakot undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ave Maria en á dagskrá verða Maríukvæði og ljóð ort til dýrðar Maríu guðsmóður. Miðasala er hjá kórfélögum, í Safnaðarheimili Kristskirkju á tónleikadag og í síma 863 4404.
Fréttatilkynning frá Vox feminae
Sunnudaginn 19. mars kl. 15:00 heldur kvennakórinn VOX FEMINAE ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur tónleika í Kristskirkju við Landakot undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
Eftirtaldir hljóðfæraleikarar koma fram á tónleikunum: Arnhildur Valgarðsdóttir, Valdís Þorkelsdóttir, Úlrik Ólason og Þorkell Jóelsson.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Ave Maria en á dagskrá verða Maríukvæði og ljóð ort til dýrðar Maríu guðsmóður.
Á efnisskrá eru verk eftir m.a. Bach, Báru Grímsdóttur, Bizet, Busto, Eccard, Deutschmann, Gunnar Þórðarson, Hjálmar Ragnars, Kodály, Pál Ísólfsson, Mascagni, Sigvalda Kaldalóns, Schubert.
Tónleikarnir eru í tilefni af því að Maríumessa (Boðunardagur Maríu) fer í hönd en hún er 25. mars. Þessi dagur var og er haldinn með stærstu hátíðum í katólskum sið og var haldinn hér hátíðlegur langt fram yfir siðaskipti. Sums staðar var Maríumessa kölluð móðir allra hátíða.
..." og es þó engi hennar hátíð göfgari en sjá (þessi, þ.e. boðunardagurinn), fyr því að hér hafa allar hátíðr görst af þessum degi es Guð kom með henni, bæði þær es Dróttni órum (vorum) eru haldnar og svo hinar es helgu mönnum hans eru haldnar." (Heimild: Saga daganna)
Miðasala er hjá kórfélögum, í Safnaðarheimili Kristskirkju á tónleikadag og í síma 863-4404
VOX FEMINAE
netfang: sigurada(hjá)hi.is
sími: 863 4404