Kórastefna við Mývatn verður haldin í sjöunda sinn dagana 4.-7. júní 2009.
Í boði eru tvö verkefni; fyrir blandaða kóra og fyrir kvennakóra. Gert er ráð fyrir um 300-350 kórsöngvurum og hafa nú þegar rúmlega 100 manns staðfest þátttöku.
Kvennakórar munu æfa þýska tónlist, að hluta til með íslenskum texta, m.a. eftir Mendelssohn, Schubert og Brahms. Hluti verkanna verður fluttur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi er Friederike Woebcken, prófessor í kórstjórn við tónlistarháskólann í Bremen og stjórnandi Madrigalakórsins í Kiel.
Nú þegar hafa Kvennakór Suðurnesja og Kvennakór Hafnarfjarðar sýnt áhuga, auk Kvennakórs Reykjavíkur sem hefur staðfest þátttöku.
Blandaðir kórar munu æfa og flytja Messu í As dúr eftir Franz Schubert, ásamt fjórum einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Messan er 47 mín. löng og með mjög fallegum laglínum eins og Schubert er von og vísa.
Tónastöðin mun panta nótur eins og þarf og möguleiki verður að fá geisladiska hjá undirritaðri þar sem hver kórrödd er innspiluð.
Allir þátttökukórar syngja einnig eigin efnisskrá á tónleikum á fimmtudagskvöld eða föstudagskvöld eftir samkomulagi.
Verið hjartanlega velkomin á Kórastefnu við Mývatn 2009.
Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð,
Margrét Bóasdóttir
netfang: margretbo(hjá)korastefna.is
sími: 897 4731
Sjá frekari upplýsingar á vefsetri Kórastefnunnar
Í boði eru tvö verkefni; fyrir blandaða kóra og fyrir kvennakóra. Gert er ráð fyrir um 300-350 kórsöngvurum og hafa nú þegar rúmlega 100 manns staðfest þátttöku.
Kvennakórar munu æfa þýska tónlist, að hluta til með íslenskum texta, m.a. eftir Mendelssohn, Schubert og Brahms. Hluti verkanna verður fluttur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi er Friederike Woebcken, prófessor í kórstjórn við tónlistarháskólann í Bremen og stjórnandi Madrigalakórsins í Kiel.
Nú þegar hafa Kvennakór Suðurnesja og Kvennakór Hafnarfjarðar sýnt áhuga, auk Kvennakórs Reykjavíkur sem hefur staðfest þátttöku.
Blandaðir kórar munu æfa og flytja Messu í As dúr eftir Franz Schubert, ásamt fjórum einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Messan er 47 mín. löng og með mjög fallegum laglínum eins og Schubert er von og vísa.
Tónastöðin mun panta nótur eins og þarf og möguleiki verður að fá geisladiska hjá undirritaðri þar sem hver kórrödd er innspiluð.
Allir þátttökukórar syngja einnig eigin efnisskrá á tónleikum á fimmtudagskvöld eða föstudagskvöld eftir samkomulagi.
Verið hjartanlega velkomin á Kórastefnu við Mývatn 2009.
Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð,
Margrét Bóasdóttir
netfang: margretbo(hjá)korastefna.is
sími: 897 4731
Sjá frekari upplýsingar á vefsetri Kórastefnunnar