Kvennakórinn Vestfrisku Valkyrjurnar á Ísafirði hefur fengið nýtt nafn og nýja stjórn. Nafn kórsins er nú Kvennakór Ísafjarðar. Við stjórn kórsins tók altrödd kórsins og skiptir hún með sér verkum. Ritarar eru Anna Guðrún Gylfadóttir og Arna Björk Sæmundsdóttir, gjaldkeri er Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, formaður er Dagný Þrastardóttir. Einnig eru tveir meðstjórnendur og það eru þær Liene Tiesnese og Vilma Kuuliala. Kórstjóri Kvennakórs Ísafjarðar er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Fjöldi kvenna í kórnum er núna um 23 konur og enn eru söngkonur að bætast í hópinn.
Kórinn stefnir á að vera með á Landsmótinu sem haldið verður á Selfossi dagana 29. apríl - 1. maí 2011. Enn er að vísu ekki komið á hreint hvað margar úr kórnum geta mætt enda ennþá góður tími til stefnu.
Á dagskrá kórsins í vetur eru tónleikar þann 13. nóvember þar sem við ætlum að flytja lög sem við æfðum og fluttum á kóramótinu á Mývatni 2007 og 2009. Kórinn syngur á aðventukvöldi þann 29. nóvember ásamt öðrum kórum hér á svæðinu. Eftir áramótin er ætlunin að flytja Gloriu eftir A. Vivaldi með einsöngvurum og lítilli kammersveit.
Einnig munum við halda vortónleika og taka þátt í kvennakóramótinu.