Um næstu helgi stendur Freyjukórinn fyrir söngbúðunum "Syngjandi konur á Vesturlandi". Að lokinni stórskemmtilegri sönghelgi með Kristjönu Stefánsdóttur og yfir 80 konum víðsvegar frá Vesturlandi verður boðað til tónleika.
Á efnisskránni eru hress og skemmtileg lög úr öllum áttum.
Einsöngvari er Kristjana Stefánsdóttir. Hljómsveitin, sem skipuð er vel völdum listamönnum, samanstendur af Einari Þór Jóhannssyni á gítar, Kjartani Valdimarssyni á píanó, Sigurði Jakobssyni á bassa og Sigurþóri Kristjánssyni á trommur.
Stjórnandi tónleikanna er Zsuzsanna Budai.
Aðgangseyrir er kr. 1500 en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
Tónleikastaðir:
Borgarnes, Hjálmaklettur, sunnudaginn 3. mars kl. 17:00.
Stykkishólmur, Stykkishólmskirkja, fimmtudaginn 7. mars kl. 20:00.
Akranes, Vinaminni, föstudaginn 8. mars kl. 20:00.
Reykjavík, Fríkirkjan, laugardaginn 9. mars kl. 17:00.
Freyjukórinn hvetur alla til að koma á þessa einstöku tónleika, þar sem gleðin ein ræður ríkjum.