Það er í mörg horn að líta hjá Kvennakórnum Seljunum í Reykjavík um þessar mundir. Kórinn starfar undir merkjum Kvennfélags Seljasóknar en strax á fyrsta starfsári Seljakirkju 1972 var Kvenfélag Seljasóknar stofnað. Voru þar áhugasamar og dugandi konur sem komu til starfa og félagið varð kröftugt og starfi safnaðarins til eflingar. Af margháttaðri starfsemi félagsins má nefna Seljurnar, kór kvenfélagsins. Kórinn sá um kvennfélagsfund hjá kvennfélaginu 7. nóvember með kaffisölu, söng og bingói. Seljurnar æfa nú fyrir aðventukvöld sem verður í Seljakirkju 3. desember kl. 20.00. Þær munu einnig koma fram á jólafundi kvennfélagsins sem haldinn verður 5. desember. Seljurnar munu gleðja fólk við jólainnkaupin þar sem þær ætla að syngja víðsvegar á Laugarveginum rétt fyrir jólin.