Kvennakór Kópavogs heldur sína árlegu styrktartónleika 9. nóvember næstkomandi. Í ár munu tvö félög njóta góðs af þeim, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Líknardeild LSH í Kópavogi.
Hönd í hönd er yfirskrift tónleikanna og er þetta sjötta árið sem þeir fara fram en allt frá upphafi hefur Mæðrastyrksnefnd Kópavogs notið góðs af ágóðanum. Síðustu fjögur árin höfum við verið í samstarfi við Digraneskirkju en fyrsta árið voru tónleikarnir haldnir í Hjallakirkju. Í ár ákváðum við að flytja okkur um set því tónleikarnir hafa einfaldlega stækkað og nú verða haldnir tvennir tónleikar í fyrsta skipti. Allir flytjendur og aðrir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.
Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ, gamla Austubæjarbíó á Snorrabraut. Fyrri tónleikar hefjast kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00. Tónleikarnir eru um 90 - 100 mínútur og er gert ráð fyrir hléi.
Verð á tónleikana er kr. 3.000,- og er uppselt á þá fyrri.
Flytjendur eru:
Söngur: Páll Óskar Hjálmtýsson
Alma Rut Kristjánsdóttir
Drengjakór íslenska lýðveldisins, stjórnandi Sólveig Sigríður Einarsdóttir
Kvennakór Kópavogs, stjórnandi John Gear
Harpa: Monika Abendroth
Gítar: Ásgeir Ásgeirsson
Bassi: Richard Korn
Fiðla: Roland Hartwell
Trommur/útsetningar: Ellert Sigurðarson
Hljómborð: John Gear
Miðasala er hafin á midi.is