Senjorítukórinn ætlar að hafa “opna æfingu” mánudaginn 14. nóvember. Tilgangurinn er að vekja athygli kvenna á starfssemi kórsins og kórsöng kvenna eldri en 60 ára. Kórkonur njóta þess að eiga saman ánægjustund, einu sinni í viku, milli kl. 16.00 og 18.00 á mánudögum. Æfingastaðurinn er félagsmiðstöðin á Vitatorgi, Lindargötu 59.
Kórstjórinn, gleðigjafi og leiðbeinandi, er Ágota Joó sem einnig stjórnar Kvennakór Reykjavíkur. Nú er kórinn aðallega að æfa jólalög sem hann ætlar að flytja í Breiðholtskirkju á aðventukvöldi 8. desember, ásamt Kvennakór Reykjavíkur.