Fyrir löngu er komin hefð á árlega jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur í upphafi aðventu. Í þetta sinn brá kórinn hins vegar út af venjunni og hélt tónleika í nóvember undir yfirskriftinni Haust- tónar. Tónleikarnir voru haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 18. nóvember. Efnisskráin var býsna fjölbreytt blanda af kirkjulegum verkum eftir gömlu meistarana eins og Mendelssohn, Vivaldi, Brahms, Schubert og Mozart ásamt nýrri verkum eftir Pablo Casals, Hovland, Busto og Huga Guðmundsson. Stjórnandi tónleikanna var Sigrún Þorgeirsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir lék með á píanó.