Enn á ný býður Kvennakór Garðabæjar til menningarvöku í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 16. október kl. 20. Dagskráin er að venju fjölbreytt í tali og tónum og munu gestir njóta léttra veitinga að hætti kórkvenna þessa kvöldstund.
Menningarvakan er fastur liður í framlagi Kvennakórs Garðabæjar til menningar í Garðabæjar. Ingibjörg Guðjónsdóttir er listrænn stjórnandi menningarvökunnar.
Ræðumaður kvöldsins verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og mun hún tala um það að vera miðaldra hippi á breytingarskeiði!
Soffía Sæmundsdóttir, myndlistarmaður og bæjarlistamaður Garðabæjar spjallar um verk sín og listsköpun.
Nemendur á framhaldsstigi í Tónskóla Garðabæjar leika af fingrum fram. Þórhildur Þorleiksdóttir, trompet og Helgi Þorleiksson, slagverk.
Kvennakór Garðabæjar syngur fjölbreytta efnisskrá undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Undirleikari verður Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari.
Kynnir kvöldsins verður leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona.
Kaffi og léttar veitingar að hætti kórkvenna verða í boði.
Miðaverð 1800 kr. Húsið opnar 19.30