Það eru tónleikar framundan!
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að fara um víðan völl á vortónleikum sínum þann 18. maí í Guðríðarkirkju. Eitt af því skemmtilegasta sem kórinn gerir er að takast á við allskonar tónlist og það mun hann sannarlega gera þetta vorið. Við reynum okkur við smellna þýðingu Þórarins Eldjárns á ABBA lagi úr Mamma Mia, Bítlarnir leggja til nokkur lög og aðdáendur Prúðuleikaranna verða ekki fyrir vonbrigðum. Við dustum rykið af óborganlegu skúringanúmeri og tökumst á við krefjandi klapp í White Whinter Hymnal. Ungversk, bandarísk, norsk, bresk og að sjálfsögðu íslensk lög eru á dagskránni og eru þau hvert öðru fallegra. Efnisskráin er í ætt við íslenskt sumarveður svo gestir ættu að vera við öllu búnir, með sól í hjarta.
Stjórnandi er Ágota Joó.
Um undirleik sjá Birgir Bragason á Bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó.
Miðaverð: 3.000 kr í forsölu, 3.500 kr við innganginn.
Miðar fást hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is