Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar í Digraneskirkju
Miðvikudaginn 10. desember kl. 20 verða aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar haldnir í Digraneskirkju. Eins og mörg undanfarin ár mun kórinn halda aðventutónleika sína í þessari fallegu kirkju í nágrannabæjarfélaginu.
Á Hawai verða jólin hvorki rauð né hvít
Dagskráin verður að vanda fjölbreytt með sígildum jólaperlum og hátíðlegum jólalögum og munu tónleikagestir bæði fá að heyra gamalkunnug jólalög sem og lög sem kórinn hefur ekki flutt áður.
Stjórnandi kórsins og listrænn stjórnandi tónleikanna er Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona. Píanisti kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari. Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir verður sérstakur gestur kórsins á þessum tónleikum.
Tónleikamiðar
Miðar verða seldir í forsölu hjá kórkonum kvennakorgb@gmail.com og einnig við innganginn.
Miðaverð er 2.000 kr í forsölu og 2.500 kr við innganginn.
Kaffi og jólasmákökur í boði kórkvenna
Aðventutónleikarnir verða um það bil klukkustundar langir án hlés og að þeim loknum verður gestum boðið upp á kaffi og smákökur í hliðarsal kirkjunnar. Við vonumst eftir að sem flestir komi og njóti þessarar stundar með okkur.
Kvennakór Garðabæjar er á facebook
Hægt er að fylgjast með starfsemi kórsins á facebook síðu Kvennakórs Garðabæjar: https://www.facebook.com/kvennakorgb