Það var á haustdögum 2004 sem Gígjan sendi formlegt bréf til SFH þar sem óskað var eftir inngöngu Gígjunnar í Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Umsókn Gígjunnar var fyrst tekin fyrir á aðalfundi samtakanna 30. júní 2005, en á því stigi var Gígjan ekki tekin inn í sambandið þar sem breyta þurfti lögum SFH til þess að það væri mögulegt. Undanfari af inngöngu Gígjunnar í SFH er orðinn nokkur langur en það er skemmst frá því að segja að SFH samþykkti Gígjuna í sambandið á aðalfundi sínum seint á árinu 2007. Gígjan hefur fengið úthlutað nokkru fé frá SFH vegna réttinda fyrri ára eða allt frá því að umsóknin var send inn. Ákveðið hefur verið af stjórn Gígjunnar að stofna sérstakan sjóð sem aðildarkórar geta sótt í í framtíðinni.SFH
Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda stofnuð með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötuframleiðenda til þóknunar fyrir afnot af markaðshljóðrita eins og fram kemur í samþykktum SFH nr. 228/173 og birt var í B-deild Stjórnartíðinda. Heimild: http://sfh.is/
Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda stofnuð með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötuframleiðenda til þóknunar fyrir afnot af markaðshljóðrita eins og fram kemur í samþykktum SFH nr. 228/173 og birt var í B-deild Stjórnartíðinda. Heimild: http://sfh.is/