Miðvikudaginn 25. maí mun Kvennakór Garðabæjar halda sína árlegu vortónleika. Kórinn mun syngja í sinni heimabyggð í tilefni af fjörutíu ára afmæli Garðabæjar og verða tónleikarnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefjast kl. 20.
Efnisskráin verður einkar fjölbreytt að vanda, þar sem flutt verða klassísk kórverk í bland við léttari tónsmíðar. Fjórir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands spila með kórnum í nokkrum verkanna.
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
Helga Björg Björgvinsdóttir, fiðla
Pétur Grétarsson, slagverk
Steef van Oosterhout, slagverk
Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó
Kórstjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna er sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Miðaverð í forsölu er 2.500 krónur og er miðasala hjá kórkonum og á netfanginu kvennakorgb@gmail.com.
Aðgöngumiðar verða einnig seldir við innganginn á 3.000 krónur meðan húsrúm leyfir.
Kvennakór Garðabæjar er á Facebook
https://www.facebook.com/kvennakorgb/