Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur halda vortónleika í Digraneskirkju laugardaginn 14. maí.
Á tónleikunum mun kórinn flytja fjölbreytta dagskrá. Þar á meðal verða lög eftir íslensk tónskáld eins og Sigvalda Kaldalóns, Tryggva M. Baldvinsson, Sigfús Halldórsson, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Ólaf Gauk Þórhallsson, Jón Múla Árnason og Björgvin Þ. Valdimarsson auk erlendra höfunda.
Stjórnandi Senjórítanna er Ágota Joó og píanóleikari er Vilberg Viggóson.
Tónleikarnir hefjast kl. 14. Miðaverð er kr. 1500 fyrir fullorðna, en kr. 600 fyrir börn.
Hluti kórsins tekur síðan þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra á Selfossi 29. apríl - 1. maí, en 26 konur úr kórnum hafa skráð sig á mótið.