Kvennakór Garðabæjar hefur gefið út nýjan geisladisk og ber hann nafnið Jólasöngur.
Hátíðleiki og sönggleði einkenna þennan fyrsta geisladisk kórsins en diskurinn inniheldur sextán falleg jólalög, íslensk og erlend. Meðal sígildra jólalaga eru m.a. Hin fyrstu jól, Nóttin var sú ágæt ein, Vögguvísa á jólum og Yfir fannhvíta jörð. Með kórnum spilar einvala lið hljóðfæraleikara, þau Elísabet Waage, hörpuleikari, Peter Tompkins, óbóleikari, Kári Þormar, organleikari og píanóleikari kórsins
Sólveig Anna Jónsdóttir en stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona. Kvennakór Garðabæjar var stofnaður haustið 2000 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir.
Geisladiskurinn er til sölu í Efnalaug Garðabæjar, Garðatorgi, á kvennakor@kvennakor.is og hjá kórkonum. Með ósk um góða aðventu og gleðilega hátíð.