Gígjunni hefur borist boð um það að allir aðildarkórar hennar geta tekið þátt í kvennakóramóti sem haldið verður í Þrándheimi í Noregi dagana 10. 13. apríl 2008. Haft hefur verið samband við framkvæmdanefnd mótsins til þess að fá umsóknarfrestinn framlengdan til 1. júní 2007 fyrir áhugasama íslenska kvennakóra. Hægt er senda skráningu á mótið á netfangið: kor(hjá)nksortrondelag.no. Umsókninni verður að fylgja, nafn kórs, nafn tengiliðs, símanúmer og netfang hans og fjöldi kórfélaga. Nánari upplýsingar um þetta kvennakóramót er að finna á vefsetrinu: http://www.kor.no/distrikt/index.cfm?distrikt=17&WID=369distrikt=17&WID=369.
Einnig er hægt að fá upplýsingar um mótið með því að hringja í Anne Grethe Sandnes í síma: +47 920 29 243.
Gígjan hefur fengið þær upplýsingar að Kvennakór Reykjavíkur ætlar að taka þátt í mótinu í Noregi, en þær ætla sér einnig að vera með á íslenska mótinu á Hornafirði þó svo að bæði mótin séu í sama mánuði.
Kvennakórinn Embla í Eyjafjarðarsveit undir stjórn Roar Kvam er einnig að fara á Norræna kvennakóramótið.