Kvennakór Akureyrar ásamt Karlakór Eyjafjarðar og Stúlknakór Akureyrarkirkju halda jólatónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd á Akureyri sunnudaginn 4. desember kl. 15:00 í Brekkuskóla á Akureyri.
Stjórnendur tónleikanna eru Arnór Brynjar Vilbergsson, Petra Björk Pálsdóttir
og Eyþór Ingi Jónsson. Undirleikarar á tónleikunum eru Eyþór Ingi Jónsson, Arnór Brynjar Vilbergsson, Snorri Guðvarðsson, Stefán Ingólfsson og Halli Gulli. Kynnir tónleikanna er Snorri Guðvarðsson. Verð aðgöngumiða er lágmark kr. 1000.- fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Öll innkoma af tónleikunum rennur óskipt til mæðrastyrksnefndar Akureyrar.Fréttatilkynning frá Kvennakór Akureyrar
Framundan hjá okkur í Kvennakór Akureyrar eru hinir árlegu jólastyrktartónleikar. Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona styrktartónleika og allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Við höfum fengið tvo kóra með okkur í hvert skipti til að hafa dagsskrána fjölbreyttari. Fyrsta árið söng Karlakór Akureyar Geysis með okkur og Barnakór Akureyrarkirkju. Í fyrra var það Kór Glerárkirkju ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju. En að þessu sinn verður það Karlakór Eyjafjarðar og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Eins og áður segir rennur allur ágóði beint til Mæðrastyrksnefndar og allir sem að tónleikunum standa gefa sína vinnu. Húsnæði er frítt, allar auglýsingar, undirleikarar, stjórnendur svo og söngfólk. Við erum mjög stoltar af þessu framtaki okkar því forsvarsmenn Mæðrastyrksnefndar eru svo einstaklega þakklátir og það er gaman að geta lagt eitthvað af mörkum fyrir þá sem minna mega sín, og það með því sem okkur finnst skemmtilegast af öllu, að syngja. Innkoma tónleikanna er afhent í lok tónleikanna og það er alltaf dásamlegt augnablik. Bestu kveðjur Helga Gunnlaugsdóttir, formaður Kvennakórs Akureyrar Netfang: hest@emax.is
Framundan hjá okkur í Kvennakór Akureyrar eru hinir árlegu jólastyrktartónleikar. Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona styrktartónleika og allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Við höfum fengið tvo kóra með okkur í hvert skipti til að hafa dagsskrána fjölbreyttari. Fyrsta árið söng Karlakór Akureyar Geysis með okkur og Barnakór Akureyrarkirkju. Í fyrra var það Kór Glerárkirkju ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju. En að þessu sinn verður það Karlakór Eyjafjarðar og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Eins og áður segir rennur allur ágóði beint til Mæðrastyrksnefndar og allir sem að tónleikunum standa gefa sína vinnu. Húsnæði er frítt, allar auglýsingar, undirleikarar, stjórnendur svo og söngfólk. Við erum mjög stoltar af þessu framtaki okkar því forsvarsmenn Mæðrastyrksnefndar eru svo einstaklega þakklátir og það er gaman að geta lagt eitthvað af mörkum fyrir þá sem minna mega sín, og það með því sem okkur finnst skemmtilegast af öllu, að syngja. Innkoma tónleikanna er afhent í lok tónleikanna og það er alltaf dásamlegt augnablik. Bestu kveðjur Helga Gunnlaugsdóttir, formaður Kvennakórs Akureyrar Netfang: hest@emax.is