Gígjunni barst eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnanda Léttsveitar Reykjavíkur henni Jóhönnu Þórhallsdóttur. En í dag var einmitt frumsýnd kvikmynd um kórinn í Háskólabíói. Gígjan óskar Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur hjartanlega til hamingju með glæsilega mynd og hvetur um leið allar kórkonur í landinu til þess að láta hana ekki fram hjá sér fara. Lesið kvikmyndagagnrýnina. Morgunblaðið gefur myndinni fjórar stjörnur.Svo miklu meira en kór, kvikmyndagagnrýni úr Morgunblaðinu
KÓRINN Leikstjóri: Silja Hauksdóttir. Framleiðandi: Björn B. Björnsson fyrir Spark. Ísland, 2005. "KÓRINN, ný heimildarmynd eftir Silju Hauksdóttur, var frumsýnd í vikunni að viðstöddum einkar söngglöðum frumsýningargestum, sem gerðu sér lítið fyrir og tóku lagið til að hita salinn upp fyrir sýningu myndarinnar. Myndin fjallar, eins og heitið gefur til kynna, um konurnar sem skipa kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Silja Hauksdóttir fylgdi kórnum eftir um tæplega tveggja ára skeið, í gegnum æfingar, fjáröflunarstarfsemi og kórferðalag suður til Ítalíu. Þetta skilaði Silju tugum klukkustunda af myndefni og er afraksturinn einkar heildstæð, litrík og næm svipmynd af litlu samfélagi sem snýst um svo miklu meira en söngæfingar og tónleikahald. Kórinn er reyndar ekki fyrsta myndin sem gerð er um norrænan áhugakór sem heldur í tónleikaferðalag á framandi slóðir. Hér má t.d. telja leikna mynd Guðnýjar Halldórsdóttur um karlakórinn Heklu og norska heimildarmynd sem fjallar um karlakór í norðlægu þorpi sem syngur hlýju í köld vetrarkvöld og ekki má gleyma finnskri heimildarmynd um öskurkórinn, félagsskap manna sem lækna mein sálarinnar með því að öskra af lífs og sálar kröftum og skapa með því sérkennilega hljómlist. Ofantaldar myndir bera því vitni hversu drjúgt og ríkulegt viðfangsefni starf áhugakóra getur verið. Þar finnum við nefnilega lítil samfélög fólks úr ólíkum áttum sem staldrað hefur við í dagsins önn og sameinast um hinn endurnærandi kraft sönglistarinnar í þágu sjálfs sín og annarra. Eitt greinir hina nýju mynd Silju Hauksdóttur frá ofangreindum kóramyndum. Kórinn fjallar nefnilega um kvennakór, en ekki karlakór og myndu margir segja að stór munur væri þar á. Einn augljós munur felst t.d. í því að í starfi karlakóra eru það jafnan makar kórmeðlima sem baka kökurnar fyrir fjáröflunarbasarinn, en þegar um kvennakór er að ræða sjá meðlimir sjálfir alfarið um baksturinn og annað umstang sem starfinu tengist, hvort sem það felst í sölu klósettpappírs eða agaðri skipulagsstarfsemi. Önnur samanburðarspurning gæti síðan falið í sér eftirfarandi kenningu: Má vera að karlakórar taki sjálfa sig hátíðlegar en kvennakórar? Þessi mjög svo óvísindalega kenning sprettur fyrst og fremst af þeim grunntóni sem sleginn er þegar í upphafi heimildarmyndarinnar um Léttsveitina og gerir hana svo skemmtilega sem raun ber vitni. Hvorki leikstjóri myndarinnar né konurnar sem hún fjallar um taka sjálfar sig eða starfið allt of hátíðlega, það sem einkennir starfið er hins vegar takmarkalaus elja, alúð og lífsorka sem endurspeglast í leikandi söng kórsins og fjörugum en innilegum samskiptum kórmeðlima. Í kórastarfinu hafa konur Léttsveitarinnar nefnilega fundið margt af því sem mestu skiptir í lífinu, vináttu, sköpunarrými, hvíld frá hversdeginum, húmor og jafnvel ástina. Silja Hauksdóttir gerir sér mat úr efninu á bæði lifandi og agaðan máta og býr þar að því að hafa myndefni sem tekið er af skilningi og virðingu fyrir viðfangsefninu, efni sem er síðan klippt skemmtilega og vandvirknislega saman. Litið er á samfélagið sem til umfjöllunar er kankvísum augum, en um leið af mikilli næmi fyrir smáatriðunum og ólíkum blæbrigðum persónuleika þeirra kvenna sem við sögu koma. Silja og Léttsveitin ná svo sannarlega að syngja sig inn í hug og hjörtu áhorfenda (og áheyrenda) þessarar eftirminnilegu heimildarmyndar". Kórinn **** Heiða Jóhannsdóttir, Morgunblaðið
Gígjunni barst eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnanda Léttsveitar Reykjavíkur henni Jóhönnu Þórhallsdóttur. En í dag var einmitt frumsýnd kvikmynd um kórinn í Háskólabíói. Gígjan óskar Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur hjartanlega til hamingju með glæsilega mynd og hvetur um leið allar kórkonur í landinu til þess að láta hana ekki fram hjá sér fara. Lesið kvikmyndagagnrýnina. Morgunblaðið gefur myndinni fjórar stjörnur.Fréttatilkynning frá Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur
Kæru söngkonur í kvennakórum Mig langar til að vekja athygli ykkar á myndinni KÓRINN, er hún er heimildarmynd um kórastarf sem er einsog þið vitið ær og kýr fjölda íslendinga. Í þessari heimildarmynd er skyggnst bak við tjöldin hjá slíkum kór og skoðað hvað það er sem dregur saman gjörólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka og þeirrar upplifunar sem söngurinn veitir. Við fáum innsýn í gleði og sorgir kórfélaga og beinum sjónum að þeirri samstöðu, vináttu og miklu skemmtun sem kórfélagar fá út úr starfinu. Kórinn sem kemur fram í myndinni er kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur sem er undir minni stjórn. Í myndinni kynnumst við nokkrum kórfélögum, persónulegum högum þeirra og bakgrunni. Við fylgjumst með kórstarfinu, æfingum og tónleikum en einnig fjársöfnun svo sem sölu á klósettpappír og kökum í Kolaportinu. Þá sláumst við í för með kórnum til Ítalíu þar sem kórinn heldur tónleika m.a. í Veróna og Feneyjum. Loks er farið í útilegu í Galtalæk þar sem sungið er í íslenskri sumarnótt. Leikstjóri myndarinnar er Silja Hauksdóttir og myndin var frumsýnd í Háskólabíói 11. október. kær kveðja, Jóhanna Þórhallsdóttir, giovanna@vortex.is Léttsveit Reykjavíkur, lettsveit@lettsveit Vefsetur: http://www.lettsveit.is/
KÓRINN Leikstjóri: Silja Hauksdóttir. Framleiðandi: Björn B. Björnsson fyrir Spark. Ísland, 2005. "KÓRINN, ný heimildarmynd eftir Silju Hauksdóttur, var frumsýnd í vikunni að viðstöddum einkar söngglöðum frumsýningargestum, sem gerðu sér lítið fyrir og tóku lagið til að hita salinn upp fyrir sýningu myndarinnar. Myndin fjallar, eins og heitið gefur til kynna, um konurnar sem skipa kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Silja Hauksdóttir fylgdi kórnum eftir um tæplega tveggja ára skeið, í gegnum æfingar, fjáröflunarstarfsemi og kórferðalag suður til Ítalíu. Þetta skilaði Silju tugum klukkustunda af myndefni og er afraksturinn einkar heildstæð, litrík og næm svipmynd af litlu samfélagi sem snýst um svo miklu meira en söngæfingar og tónleikahald. Kórinn er reyndar ekki fyrsta myndin sem gerð er um norrænan áhugakór sem heldur í tónleikaferðalag á framandi slóðir. Hér má t.d. telja leikna mynd Guðnýjar Halldórsdóttur um karlakórinn Heklu og norska heimildarmynd sem fjallar um karlakór í norðlægu þorpi sem syngur hlýju í köld vetrarkvöld og ekki má gleyma finnskri heimildarmynd um öskurkórinn, félagsskap manna sem lækna mein sálarinnar með því að öskra af lífs og sálar kröftum og skapa með því sérkennilega hljómlist. Ofantaldar myndir bera því vitni hversu drjúgt og ríkulegt viðfangsefni starf áhugakóra getur verið. Þar finnum við nefnilega lítil samfélög fólks úr ólíkum áttum sem staldrað hefur við í dagsins önn og sameinast um hinn endurnærandi kraft sönglistarinnar í þágu sjálfs sín og annarra. Eitt greinir hina nýju mynd Silju Hauksdóttur frá ofangreindum kóramyndum. Kórinn fjallar nefnilega um kvennakór, en ekki karlakór og myndu margir segja að stór munur væri þar á. Einn augljós munur felst t.d. í því að í starfi karlakóra eru það jafnan makar kórmeðlima sem baka kökurnar fyrir fjáröflunarbasarinn, en þegar um kvennakór er að ræða sjá meðlimir sjálfir alfarið um baksturinn og annað umstang sem starfinu tengist, hvort sem það felst í sölu klósettpappírs eða agaðri skipulagsstarfsemi. Önnur samanburðarspurning gæti síðan falið í sér eftirfarandi kenningu: Má vera að karlakórar taki sjálfa sig hátíðlegar en kvennakórar? Þessi mjög svo óvísindalega kenning sprettur fyrst og fremst af þeim grunntóni sem sleginn er þegar í upphafi heimildarmyndarinnar um Léttsveitina og gerir hana svo skemmtilega sem raun ber vitni. Hvorki leikstjóri myndarinnar né konurnar sem hún fjallar um taka sjálfar sig eða starfið allt of hátíðlega, það sem einkennir starfið er hins vegar takmarkalaus elja, alúð og lífsorka sem endurspeglast í leikandi söng kórsins og fjörugum en innilegum samskiptum kórmeðlima. Í kórastarfinu hafa konur Léttsveitarinnar nefnilega fundið margt af því sem mestu skiptir í lífinu, vináttu, sköpunarrými, hvíld frá hversdeginum, húmor og jafnvel ástina. Silja Hauksdóttir gerir sér mat úr efninu á bæði lifandi og agaðan máta og býr þar að því að hafa myndefni sem tekið er af skilningi og virðingu fyrir viðfangsefninu, efni sem er síðan klippt skemmtilega og vandvirknislega saman. Litið er á samfélagið sem til umfjöllunar er kankvísum augum, en um leið af mikilli næmi fyrir smáatriðunum og ólíkum blæbrigðum persónuleika þeirra kvenna sem við sögu koma. Silja og Léttsveitin ná svo sannarlega að syngja sig inn í hug og hjörtu áhorfenda (og áheyrenda) þessarar eftirminnilegu heimildarmyndar". Kórinn **** Heiða Jóhannsdóttir, Morgunblaðið
Gígjunni barst eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnanda Léttsveitar Reykjavíkur henni Jóhönnu Þórhallsdóttur. En í dag var einmitt frumsýnd kvikmynd um kórinn í Háskólabíói. Gígjan óskar Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur hjartanlega til hamingju með glæsilega mynd og hvetur um leið allar kórkonur í landinu til þess að láta hana ekki fram hjá sér fara. Lesið kvikmyndagagnrýnina. Morgunblaðið gefur myndinni fjórar stjörnur.Fréttatilkynning frá Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur
Kæru söngkonur í kvennakórum Mig langar til að vekja athygli ykkar á myndinni KÓRINN, er hún er heimildarmynd um kórastarf sem er einsog þið vitið ær og kýr fjölda íslendinga. Í þessari heimildarmynd er skyggnst bak við tjöldin hjá slíkum kór og skoðað hvað það er sem dregur saman gjörólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka og þeirrar upplifunar sem söngurinn veitir. Við fáum innsýn í gleði og sorgir kórfélaga og beinum sjónum að þeirri samstöðu, vináttu og miklu skemmtun sem kórfélagar fá út úr starfinu. Kórinn sem kemur fram í myndinni er kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur sem er undir minni stjórn. Í myndinni kynnumst við nokkrum kórfélögum, persónulegum högum þeirra og bakgrunni. Við fylgjumst með kórstarfinu, æfingum og tónleikum en einnig fjársöfnun svo sem sölu á klósettpappír og kökum í Kolaportinu. Þá sláumst við í för með kórnum til Ítalíu þar sem kórinn heldur tónleika m.a. í Veróna og Feneyjum. Loks er farið í útilegu í Galtalæk þar sem sungið er í íslenskri sumarnótt. Leikstjóri myndarinnar er Silja Hauksdóttir og myndin var frumsýnd í Háskólabíói 11. október. kær kveðja, Jóhanna Þórhallsdóttir, giovanna@vortex.is Léttsveit Reykjavíkur, lettsveit@lettsveit Vefsetur: http://www.lettsveit.is/