Þetta árið sameinast Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópavogs á aðventutónleikum í Kópavogskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16:00.
Á tónleikunum verður flutt verkið Sjá himins opnast hlið eftir Julian M. Hewlett sem er stjórnandi beggja kóranna. Í verkinu syngur einnig barnakórinn Englaraddir skipaður 6-8 ára stúlkum.
Á tónleikunum spilar hljómsveit skipuð;
Selló - Arnþór Jónsson
Lágfiðla - Ásdís Rúnólfsdóttir
Óbó - Eydís Franzdóttir
Þverflauta - Guðrún Birgisdóttir
Píanó - Guðríður St. Sigurðardóttir
Kórarnir munu svo syngja nokkur lög í hvor fyrir sig sem og sameiginlega.
Einsöngvarar á tónleikunum eru:
Ian Wilkinson bassi og Sigurður Þengilsson tenór.
Stjórnandi er Julian M. Hewlett.
Píanóleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir
Miðasala verður í anddyri Kópavogskirkju.
Miðaverð er 1500 kr / 1000 kr fyrir eldriborgara og öryrkja
Frítt fyrir 18 ára og yngri