Senjorítukór Kvennakórs Reykjavíkur hóf æfingar 2. september sl. Tónleikar féllu niður hjá kórnum í vor, en þær ætla að bæta úr því með tónleikum í Grensáskirkju laugardaginn 19. október kl. 14:00. Sungin verða ný og gömul lög eftir innlenda og erlenda höfunda og er söngskráin fjölbreytt að vanda.
Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og undirleikari Vilberg Viggósson.
Miðaverð er aðeins kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir börn frá 12 ára aldri. Ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára.
Kórkonur hlakka til að sjá ykkur.