Á síðasta stjórnarfundi Gígjunnar voru afgreiddar sex umsóknir frá kvennakórum sem sóttust eftir aðild að sambandinu. Allar þessar umsóknir voru samþykktar einróma. Nýjustu kórarnir í Gígjunni eru: Uppsveitarsystur Flúðum, Kvennakór Öldutúns, Lillukórinn á Hvammstanga, Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur, Glæðurnar og Kvennakórinn Embla í Eyjafirði. Kórarnir eru allir boðnir hjartanlega velkomnir inn í Gígjuna, landssamband íslenskra kvennakóra, öflugt og sívaxandi samband syngjandi kvenna á Íslandi. Í dag eru kórar sambandsins 27 samtals. Gígjan hefur upplýsingar um 4 kvennakóra í viðbót sem vonandi ganga til liðs við sambandið næsta haust. Upplýsingar um alla aðildarkóra Gígjunnar er að finna hér á vefsetrinu undir linknum Aðildarkórar.
5 kórar fyrir utan sambandið (sem vitað er um)
Þeir kórar sem standa fyrir utan landssambandið í dag eru: Regnbogakonur, Kvennakórinn á Siglufirði, Kvennakór Háskóla Íslands og Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Haft verður aftur samband við þessa kóra næsta haust og þeim boðið að gerast aðildarkórar Gígjunnar. Ef einhver hefur upplýsingar um aðra íslenska kvennakóra þá eru þær upplýsingar vel þegnar og hægt að senda þær til stjórnar Gígjunnar á netfang sambandsins; gigjan2003(hjá)gmail.com
5 kórar fyrir utan sambandið (sem vitað er um)
Þeir kórar sem standa fyrir utan landssambandið í dag eru: Regnbogakonur, Kvennakórinn á Siglufirði, Kvennakór Háskóla Íslands og Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Haft verður aftur samband við þessa kóra næsta haust og þeim boðið að gerast aðildarkórar Gígjunnar. Ef einhver hefur upplýsingar um aðra íslenska kvennakóra þá eru þær upplýsingar vel þegnar og hægt að senda þær til stjórnar Gígjunnar á netfang sambandsins; gigjan2003(hjá)gmail.com